7.2.2019
Handknattleikssamband Íslands og lyfjafyrirtækið Alvogen hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að Alvogen verður einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Alvogen mun því frá og með HM í Þýskalandi og Danmörku vera með auglýsingu sína framan á treyjum allra landsliða Íslands í handbolta. Jafnframt mun fyrirtækið koma að eflingu yngri landsliða með fræðslu og útbreiðslu í framtíðinni og þannig efla afreksfólk framtíðarinnar hjá HSÍ.












