Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki. Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Starfsemin byggir á traustum grunni og dótturfélög Alvogen eiga sér langa sögu. Róbert Wessman er forstjóri og stjórnarformaður Alvogen og stór hluti af alþjóðlegum lykilstjórnendum samstæðunnar eru Íslendingar.
Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og skrifstofur félagsins eru að Sæmundargötu 15-19, Reykjavík. Um 200 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi og skipta má starfsemi fyrirtækisins á Íslandi í þrennt:
Alvogen hefur um 200 lyfjaverkefni í þróun og skráningum fyrir alþjóðlega markaði og undirbýr nú markaðsssetningu fjölmargra lyfja á Íslandi.

Helstu markaðir Alvogen utan Bandaríkjanna eru Ungverjaland, Suður-Kórea, Rúmenía, Búlgaría, Taiwan, Serbía, Rússland og Kína. Rekstrartekjur Alvogen koma að stærstum hluta frá félögum með langa rekstrarsögu og má þar nefna Norwich Pharmaceuticals í Bandaríkjunum (125 ár), Kunwha í Suður-Kóreu (55 ár), Labormed í Rúmeníu (22 ár) og Lotus í Taiwan (25 ár). Aðrar tekjur koma frá starfsemi Alvogen sem byggð hefur verið frá grunni á fjölmörgum mörkuðum félagsins.
