Alvogen starfar eftir viðamiklu gæðakerfi og lyfin eru framleidd í verksmiðjum sem uppfylla ströngustu kröfur lyfjastofnana og neytanda.
Markmið okkar er að fara fram úr væntingum viðskiptavina, komi upp spurningar tengdar lyfjunum eru lyfjafræðingar okkar til þjónustu reiðubúnir.
Þau lyf sem heimilt er að selja án lyfseðils eru kölluð handkaupslyf eða lausasölulyf. Þau eru merkt í lyfjaskránni með „án lyfseðils“.