Erlótiníb virka efnið í Varlota er húðþekjuvaxtarþáttaviðtaki/manna af gerð 1 (EGFR einnig þekkt sem HER1) týrósínkínasahemill. Erlótiníb er öflugur hemill á fosfórun innnan frumna á EGFR. Í líkönum sem ekki eru klínísk veldur hömlun á EGFR fosfótýrósíni frumustöðnun og/eða dauða. Mikil virkni erlótiníbs við að hindra boðmiðlun af völdum EGFR í æxlum með slíkar stökkbreytingar í EGFR er talin stafa af sterkri bindingu erlótiníbs við ATP-bindiset í stökkbreyttum kínasahluta EGFR. Vegna þess að frekari boðmiðlun eftir boðferlinum er hindruð hættir frumuskipting og frumudauði hefst vegna virkni innri ferla fyrir stýrðan frumudauða
Varlota meðferð á að vera í umsjá sérfræðings með reynslu af notkun krabbameinslyfjameðferða.
Varlota er notað til meðferðar við lungnakrabbameini sem er ekki af smáfrumugerð, með virkjandi stökkbreytingum í húðþekjuvaxtarþáttarviðtaka (EGFR) og krabbameini í brisi.
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 370901 | 100 mg | 30 stk |
| 456171 | 150 mg | 30 stk |