Valacíklóvír Portfarma er notað við veirusýkingum. Valacíklóvír, virka efnið í lyfinu, hindrar myndun erfðaefnis herpesveira og stöðvar þannig fjölgun þeirra. Þegar veira er stöðvuð reynist ónæmiskerfi líkamans auðveldara að vinna á sýkingunni. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. alnæmissjúklingar, gætu þurft að nota lyfið til langs tíma því að þeir ná síður að vinna á veirunni. Lyfið hefur mest áhrif sé það strax notað í byrjun á sýkingu, á meðan veiran er ennþá að fjölga sér. Valacíklóvír er notað við sýkingum af völdum herpesveira þegar um slæmar eða síendurteknar sýkingar er að ræða. Valacíklóvír breytist í líkamanum í acíklóvír. Valacíklóvír nýtist betur eftir inntöku en acíklóvír, og því nægir að taka það inn 1-2svar á dag en acíklóvír þarf að taka 2-5 sinnum á dag. Athugið að veiran er smitandi meðan sár af völdum sýkingarinnar eru til staðar, líka þótt lyfið sé notað.
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 103669 | 500mg | 40 |