Simvastatín, virka efnið í lyfinu, dregur úr blóðfitu. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem hindrar kólesterólmyndun í lifur og veldur því að kólesteról og fita lækkar í blóði. Simvastatín er gefið sjúklingum með mikið af kólesteróli í blóði þegar breytingar á mataræði og hreyfingu hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Simvastatín er einnig notað í þeim tilgangi að auka lífslíkur og draga úr þörf á aðgerðum hjá sjúklingum sem hafa fengið kransæðastíflu og sjúklingum með hjartaöng.
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 049561 | 10mg | 98 |
| 049579 | 20mg | 98 |
| 049597 | 40mg | 100 |