Glatíramerasetat er virka efnið í Remurel. Glatríramerasetat er ætlað til meðferðar á heila- og mænusiggi (multiple sclerosis (MS) með köstum).
Sérfræðingur í taugasjúkdómum eða læknir með reynslu af meðferð við MS á að hafa eftirlit með því þegar meðferð með glatíramerasetati er hafin. Lyfið á einungis að gefa undir húð.
Ekki er að fullu ljóst með hvaða hætti glatíramerasetat verkar á MS-sjúklinga. Hins vegar er talið að það verki með því að draga úr ónæmisferlum sem nú er álitið að valdi meingerð heila- og mænusiggs. Rannsóknir á dýrum og MS-sjúklingum benda til þess að eftir lyfjagjöf séu glatíramerasetat sértækar T-bælifrumur hvattar og virkjaðar útlægt.
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 025978 | 20 mg/ml | 28 stk. |