Pramipexole Portfarma er notað við parkinsonsveiki eitt sér eða í samsetningu með levódópa. Sjúkdómseinkenni parkinsonsveiki stafa af ójafnvægi milli taugaboðefnanna asetýlkólíns og dópamíns í heila þaðan sem samhæfingu hreyfinga er stjórnað. Magn dópamíns minnkar vegna hrörnunar taugafrumna sem framleiða dópamín og vægi asetýlkólíns verður hlutfallslega of mikið. Þetta veldur sjúkdómseinkennum eins og hreyfiskerðingu, stífleika og skjálfta. Pramipexól, virka efnið í Sifrol, er sértækur dópamínviðtakaörvi og eykur áhrif dópamíns sem dregur úr sjúkdómseinkennum.
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 025899 | 0,088mg | 30 |
| 028610 | 0,18mg | 100 |