Matever er ætlað til einlyfjameðferðar við hlutaflogum með eða án síðkominna alfloga, hjá sjúklingum frá 16 ára aldri, með nýgreinda flogaveiki.
Matever er ætlað ásamt öðrum lyfjum: -til meðferðar handa fullorðnum, börnum og ungabörnum frá 1 mánaðar aldri með flogaveiki, þegar um er að ræða hlutaflog með eða án síðkominna alfloga. -til meðferðar við vöðvakippaflogum hjá fullorðnum og unglingum, 12 ára eða eldri, með vöðvakippaflog sem koma fram á unglingsárum. -til meðferðar við frumkomnum þankippaalflogum hjá fullorðnum og unglingum frá 12 ára aldri með sjálfvakta flogaveiki.
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 081645 | 250mg | 100 |
| 415946 | 500mg | 100 |
| 043345 | 1000mg | 100 |