Galantamine Portfarma er ætlað til meðferðar við einkennum vægra til í meðallagi mikilla vitglapa af Alzheimers-gerð.Staðfesta skal með fullnægjandi hætti, samkvæmt núgildandi klínískum leiðbeiningum, að líklega sé um að ræða vitglöp af Alzheimersgerð. Galantamine Portfarma forðahylki á að gefa einu sinni á sólarhring að morgni, helst með mat. Hylkin á að gleypa í heilu lagi með dálitlum vökva. Hvorki má tyggja hylkin né mylja þau. Tryggja skal nægilega vökvaneyslu meðan á meðferðinni stendur.
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 0132260 | 8mg | 28 |
| 057401 | 16mg | 84 |