Finasteride Portfarma er ætlað til meðferðar við góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli hjá sjúklingum með stækkaðan blöðruhálskirtil til að valda rýrnun á stækkuðum blöðruhálskirtli og bæta flæði þvags og draga úr einkennum tengdum góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. Einnig til að draga úr tíðni bráðrar þvagteppu og þörf fyrir skurðaðgerðir þ.m.t. aðgerð á blöðruhálskirtli í gegnum þvagrás (TURP) og brottnámi blöðruhálskirtils.
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 075451 | 5mg | 98 |