Amoxin inniheldur virka efnið Amoxicillín sem er beta-laktam sýklalyf í flokki aminópenicillína, sem notað er við meðferð sýkinga af völdum Gram neikvæðra og Gram jákvæðra amoxicillinnæmra baktería, meðal annars í öndunarvegi, þvagfærum, húð og mjúkvefjum.
Við meðferð með sýklalyfjum skal hafa í huga sýklalyfjaónæmi og opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja á hverjum stað.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is
| Vörunúmer | Styrkleiki | Magn |
|---|---|---|
| 370395 | 375 mg | 20 stk. |
| 575571 | 500 mg | 20 stk. |
| 575589 | 500 mg | 30 stk. |
| 575621 | 750 mg | 20 stk. |
| 112873 | 50 mg/ml | 100 ml |
| 420510 | 100 mg/ml | 60 ml |