Fjölmiðlatorg
Til tunglsins og til baka
Nýtt Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech við Sæmundargötu í Reykjavík opnaði formlega í dag við hátíðlega athöfn. Fjöldi gesta var samankominn við opnunarathöfnina og gafst m.a. kostur á að skoða hina nýju og glæsilegu byggingu innan Vísindagarða Háskóla Íslands.