Fjölmiðlatorg

SUÐUPOTTURINN ÍSLAND

Skrifað 8.12.2015 í: Samfélag

Hvernig byggjum við fordómalaust samfélag? Í kjölfar hryðjuverkanna í París bar talsvert á fordómafullum ummælum í garð fólks af erlendum uppruna. Jafnvel flóttafólks sem er einmitt að flýja stjórnlaust ofbeldi í heimalöndum sínum.

Rauði krossinn á Íslandi, í samstarfi við lyfjafyrirtækið Alvogen, býður til borgarafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur, miðvikudaginn 9. desember, kl. 20.00Þar verða flutt stutt erindi um íslenska sjálfsmynd, umburðarlyndi og framtíð íslensks samfélags án aðgreiningar og fordóma. Að erindum loknum verður opnað fyrir umræður.