Fjölmiðlatorg
Róbert Wessman kynnir Alvogen í Harvard
Róbert Wessman forstjóri Alvogen heimsótti Harvard háskólann í síðustu viku og hitti þar um 200 forstjóra og nemendur þar sem hann kynnti sögu Alvogen. Unnin var sérstök greining á vexti og viðskiptamódeli Alvogen sem kennd hefur verið við MBA nám í Harvard undanfarið ár. Áður hafði greining á lyfjafyrirtækinu Actavis sem bar heitið “Actavis and the Winning Formula” verið kennd við Harvard en Róbert var forstjóri þess um níu ára skeið.