Fjölmiðlatorg
Lagnavinna hátækniseturs verðlaunuð
Undanfarin ár hefur forseti Íslands afhent viðurkenningar Lagnafélags Íslands fyrir lofsverð lagnaverk, tilnefningar sem hafa verið hvatning fyrir starfandi lagnamenn til góðra verka. Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech fær viðurkenningu félagsins að þessu sinni fyrir faglegan undirbúning, lagnir og háþróaðan búnað. Afhending viðurkenninga fór fram að Bessastöðum í gær við hátíðlega athöfn, í boði forseta Íslands herra Guðna Th. Jóhannessonar.