Fjölmiðlatorg
Hátæknisetur opnar í Vatnsmýrinni
Nýtt Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech opnar formlega í dag við hátíðlega athöfn. Framkvæmdir við byggingu hússins innan Vísindagarða Háskóla Íslands hófust í nóvember 2013 og er nú að ljúka. Innan setursins verður unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja sem væntanleg eru á markað á næstu árum. Þau lyf sem nú eru í þróun eru háþróuð stungulyf sem meðal annars eru notuð við meðferð krabbameins- og gigtarsjúkdóma.