Fjölmiðlatorg
Hátæknisetur og þróun líftæknilyfja
Nýtt Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech opnaði formlega þann 3. júní 2016 við hátíðlega athöfn í Vatnsmýri. Innan setursins verður unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Þau lyf sem nú eru í þróun eru háþróuð stungulyf sem meðal annars eru notuð við meðferð krabbameins- og gigtarsjúkdóma. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, Eef Schimmelpennink forstjóri Alvotech og Jón Atli Benediktsson rektor héldu ræður við athöfnina og lofuðu útkomuna og þá glæsilegu vísindaaðstöðu sem orðin er til innan Vísindagarða Háskóla Íslands: