Fjölmiðlatorg
Dagur bleiku slaufunnar í Alvogen
Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur í Hátæknisetri Alvogen og Alvotech föstudaginn 13. október. En þennan dag hafa landsmenn verið hvattir til að sýna samstöðu og klæðast bleiku til áminningar um baráttuna gegn krabbameini hjá konum. Starfsmenn Alvogen og Alvotech létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu í bleikustu fötum sem fundust í klæðaskápnum.