Fjölmiðlatorg
Auglýsingaherferð Alvogen vinnur til alþjóðlegra hönnunarverðlauna
Auglýsingaherferð Alvogen vann til gullverðlauna á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni Brand Impact Awards sem haldin var í Lundúnum þann 13. september síðastliðinn. Verðlaunin voru veitt fyrir lyfjaauglýsingar Alvogen á Íslandi en fyrirtækið var einnig tilnefnt til aðalverðlauna á hátíðinni. Herferð Alvogen var unnin af auglýsingastofunni Kontor Reykjavík og í nánu samstarfi við listamanninn Noma Bar.