Fjölmiðlatorg
Alvogen sigursælt í Barcelona
Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til þriggja verðlauna á alþjóðlegri lyfjasýningu sem haldin er í vikunni. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er að þessu sinni haldin í Barcelona þar sem öll stærstu lyfjafyrirtæki heims taka þátt. Alvogen hlaut verðlaun fyrir skráningu og markaðssetningu tveggja stórra lyfja í Evrópu á þessu ári. Alls hlaut Alvogen sjö tilnefningar til verðlauna en veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum.